Velkomin til Centara¶
Centara bíður uppá margskonar vörur. Bæði undir sínum eigin vörumerkjum og svo undir vörumerkju þriðju aðila.
Til dæmis er
Skeytamiðlun¶
Skeytamiðlun er þjónusta sem Centara veitir sem tengir fyrirtæki við PEPPOL netið og einfaldar rafræn viðskipti. Með Centara skeytamiðlun er hægt að senda og taka á móti skjölum, svo sem sölureikningum, afhendingarseðlum og sölukreditreikningum, beint inn í bókhaldskerfi fyrirtækisins. Þjónustan tryggir örugga og áreiðanlega miðlun gagna og eykur skilvirkni í rekstri með því að lágmarka handvirka vinnu og pappírsnotkun. Lausnin virkar vel með RSM kerfi Wise og er með opin skil fyrir önnur kerfi að tengjast..
Lausnin er seld undir ýmsum lausnum svo sem Wise Skeytamiðlun og tengist við kerfi eins og til dæmis eldra RSM kerfi Wise og svo eMessaging.
Wise skeytamiðlun styður við bæði PEPPOL og getur snarað helstu tegundum svo sem EDIFact, PDF skjöl yfir á PEPPOL reikninga til að einfalda fyrir frágangi.
eMessaging¶
eMessaging er viðbót fyrir Business Central e-Documents sem einfaldar rafræna meðhöndlun skjala. Með eMessaging er auðvelt að senda og taka á móti rafrænum reikningum, sölupöntunum, innkaupapöntunum og afgreiðsluseðlum beint í bókhaldskerfið. Viðbótin eykur skilvirkni og minnkar handvirka vinnu með því að streyma skjölum sjálfvirkt inn og út úr kerfinu, sem tryggir betri yfirsýn og hraðari afgreiðslu.
Þessi lausn byggir ofan á e-Documents lausninni frá Microsoft og styrkir hana.