Innkaupagrunnur

Virkja Courier fyrir samþykkt

Þegar þessi möguleiki er virkjaður þá virkjast verkflæði fyrir tvöfalda samþykkt í samþykktarkerfinu. Þessi virkni virkar oná staðlað samþykktarkerfi í Business Central.

Senda öll skjöl í samþykkt

Ef Senda öll skjöl í samþykkt er virkjað þá fara öll skjöl í innkaupakerfinu(Innkaupareikningar/Innkaupapantanir) í samþykkt sjálfkrafa við stofnun.

Samþykkjandi

Ef enginn samþykkjandi er uppsettur í stýringu þá er þetta sjálfgefinn samþykkjandi sem er settur á innkaupaskjöl.

Fjárhagslykil afrúnnunar

Á þennan fjárhagslykil mun auramismunur bókast á ef einhver er milli rafræna reikningsins og innkaupaskjals. Auramismunur getur átt sér stað þegar fjárhagskerfi sem notar enga aukastafi fyrir upphæð sendir rafrænan reikning á fjárhagskerfi sem er með aurum í upphæð.

Innkaupalínur í samþykkt

Þessi möguleiki virkjar samþykkt fyrir línur sérstaklega. Hægt verður þá að hafa mismunandi samþykkjendur á línum en á haus.

Bóka á innkaupapöntun

Ef þessi möguleiki er virkjaður þá fara rafræn skjöl í innkaupapantanir í stað innkaupareikninga.

Mesti mismunur í %

Notast ásamt sjálfkrafa bókun samþykktra reikninga. Ef mismunur milli innkaupaskjals og rafræns reiknings er meiri en þessi % segir til um þá bókast reikningurinn ekki sjálfkrafa heldur verður notandi að bóka hann handvirkt.

Tegund vörutilvísana

Segir til um hverskonar vörutilvísanir fyrirtækið notar. Þessi möguleiki segir til um hvar skuli leita að vörutilvísunum þegar rafrænt skjal er innlesið.

Bóka sjálfkrafa samþykkta reikninga

Þegar reikningur eða pöntun hafa verið samþykkt þá bókar kerfið skjalið sjálfkrafa nema mismunur milli rafræns reiknings og innkaupaskjals sér meiri en valið er í "Mesti mismunur í %" reitnum.

Samsvörun á Account Cost í haus

Ef þetta er virkjað þá mun kerfið nota accounting cost úr haus á rafrænu skjali í bókunarstýringum fyrir línum.

Nota uppsetningu lánardrottins fyrir innkaup

Hægt er að stilla lánardr. sérstaklega hvort rafræn skjöl frá þeim fari í innkaupareikninga eða innkaupapantanir. Ef þessi möguleiki er virkjaður er athugað á lánardr. hvort skjalið eigi að fara í innkaupareikning eða innkaupapöntun, óháð því hvað kerfið er stillt á.

Birta PDF í innkaupum

Ef þessi möguleiki er virkjaður þá bætist við nýtt factbox fyrir innkaupaskjöl sem birtir rafræna reikninginn ásamt viðhengjum innan síðunnar. Þessi möguleiki er þá virkjaður fyrir alla notendur.

Bóka á biðreikning

Ef valið þá mun stofnast lánardr. færsla sem er merkt "Á bið" og kostnaður bókaður á biðreikning. Við bókun er svo færslan ekki lengur "Á bið" og biðreikningur er bakfærður(Núllaður).

Nr. Biðreiknings

Nr. fjárhagslykils sem á að nota undir færslur sem eru á bið.