Hoppa yfir í efnið

EDI pósthólf

Á Íslandi rekur Deloitte/Rafræn Miðlun einu X400 miðju landsins þar sem flest EDIFact skeyti fara um.

Lausn Centara

Lausn Centara er X400 Mail User Agent(MUA) og tengist við pósthólf sem Deloitte veitir, Centara getur haft milligöngu um þessi hólf ef þess er þörf.

Sameiginlegt pósthólf

Centara rekur sameiginlegt pósthólf sem allir viðskiptavinir hafa aðgang að. Þetta er pósthólfið O=CENTARA,A=ISHOLF,C=IS skeyti eru svo aðgreind og aðgangsstýring með GLN í stað þess að vera auðkennd á pósthólfið. Ef aðilar eru ekki að nota EDI/X400 í dag er þetta góð leið til að hefja það.

Sérpósthólf tekið í rekstur

Ef aðilar eru nú þegar með pósthólf hjá Deloitte er ferlið einfaldar, þá þarf eingöngu að nálgast auðkennisupplýsingar fyrir pósthólfið og koma þeim til Centara sem stillir svo pósthólfið í rekstur hjá sér. Athugið að þegar þetta er gert, þá aftengjast öll önnur kerfi við kerfið og eingöngu kerfi Centara getur tengst við pósthólfið.

Undantekningar

DK ( bókhaldskerfi )

Ef aðilar eru núna með pósthólf í gegnum t.d. DK er ekki möguleiki að flytja þessi pósthólf heldur þarf að taka upp ný pósthólf. Þar sem að skeytin eru send ákveðin pósthólf, þá getur það verið töluvert truflandi að skipta um pósthólf, þar sem að allir aðilar sem eru að senda skeyti þurfa að uppfæra pósthólfsstillingarnar hjá sér.

Undirhólf

Flest hólf sem eru með P= í sér er ekki færanleg, enn mögulegt er að skoða málið í samstarfi við sérfræðinga Centara.