Að skipta um skeytamiðlara¶
Það að skipta um skeytamiðlara þegar það er verið að nota PEPPOL netið er yfirleitt frekar einfalt.
PEPPOL netið virkar á þann máta að allir skeytamiðlarar leita uppí gagnagrunni sem kallast SML og mætti líkja við símaskrá. Þegar fyrirtæki skipta frá einum skeytamiðlara til annars, þá þarf að afskrá aðila frá núverandi miðlara og þá mun Centara skrá sig í staðinn. Þetta virkar eins í hina áttina.
Þá munu öll skeyti sem eru send frá öðrum skeytamiðlurum sendast yfir til Centara.
Skrá sig til Centara¶
Þegar viðskiptavinur skráir sig til Centara, þá reynir Centara að skrá sig á SML ef auðkennið er laust á klukkutímafresti í 2 vikur frá skráningu í kerfinu hjá Centara. Eftir það þarf að virkja ferlið uppá nýtt.
Mögulegt er að fá aðstoð frá Centara til að afskrá sig hjá núverandi skeytamiðlara, enn það er líka nóg að senda uppsögn á núverandi skeytamiðlara og biðja um afskráningu.
Á Íslandi eru aðallega
- Advania - Netfang: skeyti@advania.is
- InExchange - Netfang: inexchange@inexchange.is
- Unimaze - Netfang: support@unimaze.com
Skiptiferlið¶
Hér fyrir neðan er flæðirit sem sýnir hvernig skiptiferlið virkar milli skeytamiðlara:
sequenceDiagram
participant F as Fyrirtæki
participant G as Fráfarandi skeytamiðlari
participant S as SML (PEPPOL símaskrá)
participant C as Centara
F->>C: 1. Skráir sig hjá Centara
C->>S: 2. Reynir að skrá auðkenni á klukkutímafresti
Note over S,C: Skráning mistekst ef auðkenni er ekki laust
F->>G: 3. Sendir uppsögn
G->>S: 4. Afskráir fyrirtækið
Note over S: Auðkenni fyrirtækis verður laust
C->>S: 5. Skráir fyrirtækið með sitt auðkenni
Note over S: Auðkenni fyrirtækis tengt við Centara
Note over F,C: Skeyti fara nú í gegnum Centara
Þegar skiptingin er lokið munu öll skeyti sem send eru til fyrirtækisins fara sjálfkrafa í gegnum Centara sem nýjan skeytamiðlara.