RSM - BC14
Það er einfalt að skipta um Skeytamiðlun í kerfum eins og í BC14
- Farið er í leitina uppí horninu og er slegið inn RSM Grunnur Valmöguleikinn með Uppsetning forrits RSM er valinn
- Þá opnast þessi gluggi hér að neðan sem sýnir uppsetningu RSM. Farið er neðst í valmyndina, þá sjást núverandi skeytamiðlarar. Hér er það InExchange. Best er að skilja þær færslur eftir á meðan skiptin eru, þar sem þá verður viðskiptavinur ekki var við neitt. Þeim er svo eytt á endanum.
3. Bætt er við línu, byrja þarf að velja Skeytamiðlarann, annars myndast villa. Valinn er skeytamiðlarinn Wise Courier , notendanafn og lykilorðið er sett inní kerfið. Hakað er Í notkun ** og Sjálfgefinn Skeytamiðlari . Svo skal setja Staðall í BII**
||| Passa ætti uppá að haka úr Sjálfgefinn Skeytamiðlari úr öllum öðrum línum enn Wise Courier. Kerfið gerir það ekki sjálfkrafa
4. Svo skal fara aftur í leitina og leita að RSM Lánardrottnar
5. Þá opnast skjár eins og hér að neðan. Farið er í Færsluleit og smellt er á hnappinn ChangeRSMProvider. Þessi aðgerð breytir öllum færslum í RSM Lánardrottnar þannig að öll skeyti sendist í gegnum okkar Skeytamiðlun.
6. Valið er Wise Courier sem er neðsti valmöguleikinn og smellt er á Í lagi
7. Þá sést hvernig **RSM miðlari ** breytist í Wise Courier
Þá er komið tækifæri til að senda á eldri skeytamiðlara og biðja um afskráningu, þannig að innfarandi skeyti fara í gegnum Skeytamiðlun Wise.