RSM - BC14

Það er einfalt að skipta um Skeytamiðlun í kerfum eins og í BC14

  1. Farið er í leitina uppí horninu og er slegið inn RSM Grunnur Valmöguleikinn með Uppsetning forrits RSM er valinn
  2. Þá opnast þessi gluggi hér að neðan sem sýnir uppsetningu RSM. Farið er neðst í valmyndina, þá sjást núverandi skeytamiðlarar. Hér er það InExchange. Best er að skilja þær færslur eftir á meðan skiptin eru, þar sem þá verður viðskiptavinur ekki var við neitt. Þeim er svo eytt á endanum.

3. Bætt er við línu, byrja þarf að velja Skeytamiðlarann, annars myndast villa. Valinn er skeytamiðlarinn Wise Courier , notendanafn og lykilorðið er sett inní kerfið. Hakað er Í notkun ** og Sjálfgefinn Skeytamiðlari . Svo skal setja Staðall í BII**

||| Passa ætti uppá að haka úr Sjálfgefinn Skeytamiðlari úr öllum öðrum línum enn Wise Courier. Kerfið gerir það ekki sjálfkrafa

4. Svo skal fara aftur í leitina og leita að RSM Lánardrottnar 5. Þá opnast skjár eins og hér að neðan. Farið er í Færsluleit og smellt er á hnappinn ChangeRSMProvider. Þessi aðgerð breytir öllum færslum í RSM Lánardrottnar þannig að öll skeyti sendist í gegnum okkar Skeytamiðlun. 6. Valið er Wise Courier sem er neðsti valmöguleikinn og smellt er á Í lagi 7. Þá sést hvernig **RSM miðlari ** breytist í Wise Courier Þá er komið tækifæri til að senda á eldri skeytamiðlara og biðja um afskráningu, þannig að innfarandi skeyti fara í gegnum Skeytamiðlun Wise.