Hoppa yfir í efnið

Þjónustuvefur Skeytamiðlunar Wise

Innskráning

Sjálfvalin innskráningarleið er að Tengjast með Microsoft auðkennum en það er hægt að nota rafræn skilríki ef fyrirtæki gefur upp kennitölur þeirra aðila sem eiga að geta tengst. Í einhverjum tilfellum þarf System Administrator að samþykkja innskráningu hjá viðkomandi fyrirtæki.

Yfirlit

Á yfirlitssíðu má sjá samandregna tölfræði um skjöl sem hafa farið í gegn um skeytamiðlarann síðustu daga. Til þess að skoða lista yfir sendingar og móttökur er smellt á viðeigandi flokk í valmyndinni vinstra megin á síðunni.

Listi

Í lista er hægt að skoða send skjöl annars vegar og móttekin skjöl hins vegar. Síur og leit auðvelda notendum að finna reikninga og sjá stöðu þeirra. Ef eitthvað hefur komið upp á í afhendingu eða móttöku er hægt að skoða feril skjala með því að smella á viðeigandi tákn í listanum.

Ferill

Hér er hægt að skoða nánar feril skjala ef eitthvað hefur komið upp á. ATH að skjal getur farið á villu í fyrstu tilraun til sendingar og því er ekki gott að reyna að endursenda skjal fyrr en 1-2 klst eftir fyrstu sendingu.

Stöður

Ýmsar stöður geta komið upp í ferli skjala og eru þær helstu hér ásamt útskýringum: