Stöður á Skeytavef¶
Skeyti eiga sér líftíma þegar þau eru send inní Skeytamiðlun og fer það eftir stillingum hvernig stöðurnar fara.
Þegar skeyti, skjöl eða önnur tegund af gagni sem er sent er það sett í það sem við köllum Umslag. Umslag getur til dæmis innihaldið PDF útgáfu af skjalinu, skjalið sjálft sem getur verið til dæmis XML og mögulega EDI eða kannski Basda útgáfu af skjalinu. Allt fer það eftir því hvort að það sé verið að "umvarpa" skjalinu í gegnum líftíma þess.
Umslagið á sér ákveðnar stöður sem eru kallaðar undirstöður, enn þær eru eingöngu notaðar til þess að geta greint betur hvað gerðist í líftíma skeytist.
English Name | Icelandic Name | Description |
---|---|---|
New | Nýtt | Skjalið er nýtt inni hjá skeytamiðlara og komið annað hvort frá kúnna eða öðrum skeytamiðlara. Bíður þess að vera unnið |
Fetched | Sótt | Skjalið hefur verið sótt af kerfi endanotanda |
Refetch | Endursótt | Skjalið hefur verið sett í stöðuna til þess að vera endurlesið inní kerfi endanotanda |
Done | Lokið | Skjalið var sent til ytri skeytamiðlara eða til ytri þjónustu ( eins og Island.is ) |
Error | Villa | Villa varð við vinnslu skjals, villan er innri villa skeytamiðlara og verður unnin handvirkt af starfsfólki Centara. |
Deleted | Eytt | Skjalinu hefur verið eytt |
Processing | Í vinnslu | Kerfið er að vinna skjalið, þessi staða er notuð þegar það er verið að varpa skjalinu frá einum staðli yfir í annan. |
Not Valid | Ógilt | Skjalið féll á sannreyningu og er þess vegna ekki gilt til þess að afhenda áfram. Sendandi þarf að bregðast við. |
Not found | Fannst ekki | Móttakandi fannst ekki, hvorki á netum sem Centara er tengt við eða inni hjá Centara. Reynt verður að afhenda skjalið yfir tölvupóst. |
Email Bounced | Tölvupóstur skilaði sér ekki | Við reyndum að senda tölvupóstinn, enn móttakandi póstþjónn hafnaði skeytinu svo það var ekki afhent. |
Email Sent | Tölvupóstur sendur | Skjalið var sent með tölvupósti sem var móttekið af póstþjóni. |
Waiting for pickup | Bíður eftir að vera sótt | Skjalið bíður að vera sótt af móttakanda sem er líka viðskiptavinur Centara. |
Not found, No Email | Fannst ekki og enginn tölvupóstur | Móttakandi fannst ekki á netum til þess að senda rafrænt, netfang var ekki sent af sendana og Centara á ekki netfangið á skrá. |
Withdrawn | Afturkallað | Skjalið var afturkallað af sendana og verður nú falið. |
Pushed | Ýtt til kerfis | Skjalið var ýtt inní kerfi móttakanda þar sem kerfið styður það. |
Unprocessable | Ófært um vinnslu | Móttakandi kerfi notanda gat ekki unnið skjalið. Skjalið vera á vinnslulista skeytamiðlara til þess að athuga skjalið. |
Waiting to retry | Bíður eftir endurtilraun | Ekki var mögulegt að vinna skjalið vegna villu, það verður reynt að vinna skjalið aftur af skeytamiðlara. |
Deleted by user | Eytt af notanda | Skjalinu var eytt af notanda. |
Deleted by system | Eytt af kerfi | Skalinu var eytt af kerfinu. |
Completed timeout | Lokið vegna tímamarka | Vinnsluskjal er lokið, vegna þess að kerfið færði skjalið í lokna stöðu þar sem notandi brást ekki við. |
Resolved | Leyst | Notandi hefur merkt að villan úr fyrri stöðu hefur verið leyst og skjalið fært í stöðuna Leyst |
Routing Configuration Empty | Rútunarskilgreining tóm | Sendandi reyndi að senda skjal, enn það var ekki til nein skilgreining um hvernig skjalið skal vera afhent ( þá hvort að til dæmis viðskiptareikningur sé með möppun við skjal á Ísland.is ) og þess vegna þarf að athuga |
Routing Configuration to Delete | Rútunarskilgreining til eyðingar | Sendandi sendi skjal, þar sem að skilgreiningin biður um að skjalinu skal vera eytt. |