Hoppa yfir í efnið

eMessaging frá Centara

Centara býður uppá Skeytamiðlun fyrir fyrirtæki þess auka hraða og hjálpa við sjálfvirkni á ferlum milli fyrirtækja. eMessaging viðbótin við Business Central hjálpar fyrirtækjum að ganga frá og senda rafræn skeyti.

eMessaging auðveldar allt ferli reikninga í Business Central og stórlækkað kostnað við sendingu, móttöku og skráningu rafrænna viðskiptaskjala. Kerfið er alltaf að vinna með nýjustu útgáfu viðskiptaskjala enn getur líka þýtt í eldri tegundir viðskiptaskjala.

Centara er bæði skeytamiðlarinn og aðalþróunaraðila kerfsins. Kerfið er samt uppbyggt á þann máta að það sé einfalt að byggja viðbætur við kerfið til þess að eiga við hvernig skjöl séu meðhöndluð.

Helstu möguleikar kerfisins

Reikningar reikningar

Kerfið er hannað til að styðja við ferla frá Microsoft E-Documents með rafræna reikninga í huga og styður þess vegna vel bæði við sendingar og móttöku á rafrænum reikningum. Rafrænir reikningar og pantanir eru umhverfisvænn kostur því með rafrænum viðskiptum er óþarfi að taka við bréfpósti, skanna inn reikninga, skjala þá. Nægilegt er að ganga frá skjalinu beint í fjárhagskerfi móttakanda.

Sendingar

  • Bætir við Forsniði skjalasendingar til þess að sjálfgefið séu skjöl send til skeytamiðlara fyrir vinnslu
  • Myndar PDF útgáfu af reikningi og sendir með sölureikningi
  • Sendir viðhengi með sölureikningi með reikningi
  • Hjálpar við að koma réttum gildum inní reikning með möppun
  • Getur breytt vörunúmerum sem innihalda persónugreinanlegar upplýsingar eins og kennitölu við sendingu reikninga.
  • Gjaldfrjálst er að senda viðhengi með rafrænum reikningi

Móttaka

Móttökuvefur

Sum fyrirtæki eiga í erfiðleikum með að senda alla reikninga rafrænt. Þá eru möguleiki að koma upp móttökuvef rafrænna reikninga, enn það leyfir sendana að senda löglegan rafrænan reikning í gegnum móttökuvef.

Síða fyrir að ganga frá reikningum
  • Einföld síða til þess að vinna reikninga

Pantanir

E-Documents frá Microsoft

eMessaging er viðbót sem nýtir sér E-Documents frá Microsoft sem grunn að kerfinu. Það þýðir að með notkun eMessaging frá Centara er bæði hægt að nýta sér alla þá möguleika sem að Centara bætir við kerfið, enn það er líka möguleiki að nýta sér virkni eins og Copilot virkni Microsoft til þess að gera kerfið enn betra.

Viðbætur sem Microsoft bætir við kerfið koma þannig sjálfkrafa sem viðbót ofan á eMessaging kerfi Centara sem þýðir meiri þrótt í þróun og að kerfið verður sífellt betra.

Gervigreind

Innlestur mynda

Viðskiptavinir fá netföng sem er á forminu @invoices.peppol.is. Þegar tölvupóstur er sendur á þetta netfang, þá er skjalinu breytt í rafrænan reikning sem er mögulegt að þá að lesa inní kerfið.

Þegar skjöl eru send á netfangið þá er skjalið tekið og athugað er hvort að skjalið nái ákveðinni stærð og/eða er PDF skjal. Ennfremur er líka athugað hvort að það sé veirufrítt áður enn það er unnið.

Skjalið er unnið af gervigreind sem er hýst í Azure. Nánartilgreint er skjalið unnið með Azure Document Intelligence, notandi forskilgreind módel frá Azure byggð á reikningum. Þegar sú forskilgreining hefur verið notuð, bætum við bæði gervigreind smíðaðri af Centara og eftir tilvikum Azure OpenAI módeli.

Svo er skjalið þýtt yfir í rafrænan reikning og sent yfir í kerfið. Skjöl sem eru ekki reikningar verða að öllum líkindum hafnað, enn gæti í einhverjum tilfellum komist inní kerfið.

Ferli við móttöku og úrvinnslu reikninga með gervigreind

Skref í úrvinnsluferlinu

  1. Móttaka tölvupósts með skjali á sérstakt netfang
  2. Skjalagerð og stærð athuguð til að tryggja rétta vinnslu
  3. Skjal sent til Azure Document Intelligence til greiningar
  4. Upplýsingar greindar og staðfestar
  5. Upplýsingar um sendanda og viðtakanda greindar
  6. VSK upplýsingar yfirfarnar og leiðréttar ef þörf krefur
  7. Upphæðir yfirfarnar og leiðréttar ef þörf krefur
  8. Reikningsfærsla stofnuð og innlesin í kerfið
sequenceDiagram
    participant User as Notandi
    participant Email as Tölvupóstskerfi
    participant AI as Azure Document Intelligence
    participant System as Bókhaldskerfi

    User->>Email: Sendir skjal á <heiti>@invoices.peppol.is
    Email->>Email: Athugar stærð og tegund skjals
    alt Skjal stenst kröfu
        Email->>AI: Sendir til greiningar (PDF eða mynd)
        AI->>AI: Greinir upplýsingar úr skjali
        AI->>System: Sendir greindar upplýsingar
        System->>System: Staðfestir móttakanda/sendanda
        System->>System: Athugar VSK upplýsingar
        System->>System: Athugar upphæðir og tugastafi
        System->>System: Stofnar reikningsfærslu
        System->>User: Reikningur lesinn inní kerfið
    else Skjal stenst ekki kröfu
        Email->>User: Skjal hafnað, póstur sendur á skráðan aðila
    end

Studdar tegundir skjala

  • Reikningar ( innlendir sem erlendir )
  • Sölukreditreikningar ( innlendir sem erlendir )

Staðlar

Staðlar í móttöku

Reikningar

  • PEPPOL BIS 3.0 Invoice ( TS236 ) / CreditMemo ( ts)
  • BII04 ( TS136:2013 ), BII05 ( TS137:2013 ) - þýdd í skeytamiðlara
  • UN/EDIFACT 90.1/1990 ( Bláa bókin ) - þýdd í skeytamiðlara

Pantanir

  • PEPPOL Order Transaction
  • BII03 Order (TS138) - þýdd í skeytamiðlara
  • UN/EDIFACT 90.1/1990 ( Bláa bókin) - þýdd í skeytamiðlara

Staðlar í sendingu

Reikningar

  • PEPPOL BIS 3.0 Invoice / CreditMemo
  • UN/EDIFACT 90.1/1990 ( Bláa bókin) - þýdd í skeytamiðlara

Pantanir

  • PEPPOL Order Transaction
  • BII03 Order(TS138) - þýdd í skeytamiðlara
  • UN/EDIFACT 90.1/1990 ( Bláa bókin) - þýdd í skeytamiðlara

Ekki stutt

Enginn stuðningur er við móttöku eða sendingu NES-UBL(TS135) skjala, enda staðallinn hefur verið lagður af og verður þeim skjölum hafnað í Skeytamiðlara

Flutningsnet

Stuðningur er við ýmis flutningsnet og möguleiki er að það sé stuðningur við önnur flutningsnet enn eru skilgreind hér að neðan. Ef það er ekki skilgreint hér að neðan skal hafa samband við Centara.

  • PEPPOL
  • X400
  • SFTP
  • FTP
  • API ( REST )