Hoppa yfir í efnið

Vinnsluraðir til að sækja og senda skjöl

Business Central byggir sjálfvirkni uppá hlut sem kallast vinnsluraðir ( e. Job Queues ). Vinnsluraðir eru hlutir sem keyra án þess að við séum viðstödd seinna.

eMessaging kerfið nýtir sér verkraðir í Business Central til þess að hjálpa við sjálfvirkni. Þannig þarf ekki lengur að smella á Sækja skjöl, þau eru hreinlega alltaf tilbúin í kerfinu til vinnslu, og það sama gerist með sendingu reikninga, reikningar eru sífellt að sendast.

Uppsetning Vinnsluraða

Ef álfur er keyrður aftur

Ef kerfið er ekki sett upp strax eftir að það var sótt af AppSource, er best að skipta um Hlutverk í kerfinu yfir í hlutverkið Centara skjöl. Útskýrt betur hér

Í kerfinu er möguleiki að setja upp verkraðir þegar kerfið er sett uppí fyrsta skipti. Þetta er gert í Álfinum og er útskýrt á síðunni um álfinn.

Hins vegar getur gerst að það þurfi að keyra verkröðina upp sem annar notandi í kerfinu. Það ætti að vera einfalt mál.

Centara Uppsetning

Farið er og síðan Centara Uppsetning er fundin í kerfinu.

Hægt er að fara í leitina og skrifa Centara uppsetning til þess að komast í síðuna. Hér er myndband sem sýnir hvernig við komumst á síðuna.

Centara Grunnur

Við það opnast síðan Centara Uppsetning, stundum kölluð líka Centara Grunnur.

Við erum sérstaklega að horfa til Sækja skjöl sjálfkrafa og Senda skjöl sjálfkráfa.

Þessir hlutir hjálpa okkur við að kveikja á vinnsluröðunum og stofna þær. Enn þessir möguleikar eru líka mikilvægir til þess að skjöl sendist og sækist.

Vinnsluraðafærslur

Vinnsluraðir geta stoppað í kerfinu, eða hreinlega aldrei farið af stað. Til að athuga það er farið í Vinnsluraðafærslur í kerfinu.

Vinnsluraðafærslur

Þegar á þá síðu er komið, er hægt að nota Textaleitina til þess að leita að færslur sem byrja á RSM enn þá ættu þessar færslur að birtast.

Færslan sem er númer 10058490 keyrir skjöl til og frá skeytamiðlara, enn 10058621 uppfærir stöður í kerfinu svo það sé hægt að fylgjast með í Business Central hvort að skjöl hafi verið sent eða sótt frá skeytamiðlara.

Ef álfur er keyrður aftur

Ef kerfið er ekki sett upp strax eftir að það var sótt af AppSource, er best að skipta um Hlutverk í kerfinu yfir í hlutverkið Centara skjöl. Útskýrt betur hér