Hoppa yfir í efnið

Uppsetning á Ítarlegri bókunarstýringu

Setup

Skjámynd af ítarlegri bókunarstýringu

Almennt

Tegund

Segir til um á hvaða tegund af línu eigi að bóka þessa línu

Nr.

Segir til um á hvaða númer eigi að bóka línuna.

Vídd 1 (Deild)

Í þessu skjáskoti er búið að stilla Víddargildi 1 sem Deild, og eru þá allar línur sem þessi ítarlegri bókunarstýring stemmir við sem er sett.

Vídd 2 (Verkefni)

Í þessu skjáskoti er búið að stilla Víddargildi 2 sem Verkefni, og eru þá allar línur sem þessi ítarlegri bókunarstýring stemmir við sem er sett.

Tilvísanir

Nr. Lánardr.

Númer lánardr sem þessi lína kemur frá

Auðkenni seljanda

Vörunúmer eins og það kemur frá seljanda

Bókunartilvísun

Bókunartilvísun línun eins og hún kemur frá seljanda

Hunsa auðkenni vöruseljanda

Ef valið þá mun stýringin hunsa vörunúmer og finna allar línur frá lánardr. með bókunartilvísun og setja stýringuna á. Hægt að nota með Hunsa bókunartilvísun línu og nota bara ítarupplýsingar á línu.

Hunsa bókunartilvísun línu

Ef valið þá mun stýringin hunsa bókunartilvísun línu og finna allar línur frá lánardr og setja stýringu á. Hægt að nota með Hunsa auðkenni seljanda og nota bara ítarupplýsingar á línu.

Samþykktir

Ef verið er að nota staðlaða Samþykkt Business Central með vibótum eMessaging er hægt að stilla hvernig samþykkt er stýrt á línur.

Krefjast samþykkis

Ef þessi möguleiki er virkjaður þá er línan alltaf send í samþykkt óháð upphæð.

Samþykkjandi

Sá samþykktaraðili sem á að samþykkja línuna

Krefjast yfirsamþykkjanda

Ef þessi möguleiki er valinn þá er lika stofnuð samþykktarbeiðni fyrir yfirsamþykkjanda fyrir þessa línu.

Yfirsamþykkjandi

Sá samþykktaraðili sem er yfirsamþykkjandi fyrir þessa línu

Upphæð svo yfirsamþykkjanda þurfi

Þegar upphæð fyrir yfirsamþykkjanda er stillt á upphæð aðra en 0 og krefjast yfirsamþykkjanda er virkt þá er yfirsamþykkjandi aðeins settur ef línuupphæð er hærra en upphæð fyrir yfirsamþykkjanda. Ef krefjast yfirsamþykkjanda er virkt og upphæð er 0 þá er yfirsamþykkjandi alltaf settur. Ef krefjast yfirsamþykkjanda er óvirkt þá er upphæð fyrir yfirsamþykkjanda líka óvirkt.

Nota yfirmann samþykkjanda

Ef yfirmaður samþykkjanda er óskilgreindur þá er valinn notandi yfirsamþykkjandi. Ef þetta er ekki virkt þá er valinn yfirsamþykkjandi alltaf notaður. Yfirmaður samþykkjanda hefur forgang yfir yfirsamþykkjanda ef bæði er valið og Samþykkjandi er með skráðan yfirmann í notendauppsetningu samþykktar.

Ítarupplýsingar á línu

Hér er hægt að stilla hvaða ítarupplýsingar á að notast við í stýringu. Það sem er í boði er eftirfarandi:

  • VSK Flokkur
  • Viðbótar hlutareiginleiki (Additional item property)
  • Bókunartilvísun
  • Flokkun vöru

Aðeins þarf að setja Lykil fyrir Viðbóta hlutareiginleika og flokkun vöru.

Hægt er að stilla aðgerð til að stýra hvernig eigi að nota gildið sem er sett þegar leitað er að stýringu fyrir línu.