Hoppa yfir í efnið

Greiðsluháttur Möppun

Greiðsluhættir

Þegar reikningar eru sendir úr kerfinu, þarf að setja alþjóðlega kóða fyrir útsendingu reikningana. Þetta skiptir líka máli þegar reikningar eru mótteknir.

Þar sem að bókhaldskerfið geta verið mismunandi að þá eru greiðsluháttakóðar úr kerfinu tengdir við alþjóðlega kóða sem hafa verið samdir fyrir alla.

Sjá má kóðann á vefsíðu OpenPEPPOL hér

Sendingar reikninga

Þegar reikningar eru sendir úr kerfinu þá er greiðsluhátturinn mappaður úr töflunni. Ef að notast er við Innheimtukerfi eins og svo sem Wise Innheimtukerfið þá fer kóðinn sjálfkrafa í 9.

Ef enginn greiðsluháttakóði er fundinn þá er kóðin ZZZ settur í staðinn.

Móttaka reikninga

Þegar reikningar eru mótteknir, þá er greiðsluhættinum skipt út fyrir kóðann. Þannig ef að taflan er sett upp eins og er hér að neðan þá ef að reikningurinn kemur með 42, að þá er honum skipt út fyrir BANKI.

Greiðsluhættir í BC

Greiðsluhættir í BC hafa tvöfalda merkingu. Annars vegar leyfa þeir að hala utan um skráninguna enn líka að stýra bókun á greiðslunni. Þannig má ímynda sér að ef að ákveðnum lánardrætti er alltaf greitt með ákveðnu greiðslukorti að það sé hægt að setja þann greiðsluhátt og þá þegar reikningurinn er bókaður flyst staðan af Lánardrættni yfir á greiðslukortið sem leyfir þá að reyna stemma færsluna af kortinu í stað þess að stemma hana af lánardrættni.

Greiðsluháttur Möppun

Hér þarf að tengja greiðsluhátt við Alþjóðlegan kóða fyrir Peppol.

Þetta er notast bæði við innlestur og sendingu.

Gott er að haka í "Nota fyrir send skjöl" fyrir þá alþjóðlega kóða sem á að notast við fyrir greiðsluhátt. Oft er verið að tengja marga alþjóðlega kóða við sama greiðsluhátt og því betra að skilgreina hvað notandi vill nota við sendingu. Ef að fleiri enn einn greiðsluháttur getur tengst við sömu færslu er notað fyrsta færslan sem kerfið finnur ( FindFirst ).

Algeng uppsetning er eftirfarandi

Greiðsluháttur Alþjóðlegur kóði Lýsing
BANKI 2 Sjálfvirk greiðsla
BANKI 42 Greiðsla á bankareikning
BANKI 50 Greiðsla með greiðsluseðli ( óstaðlað )
BANKI 97 Samkomulag
GRS 49 Dregið af bankareikningi, enn í eldri staðli greiðsluseðill
GRS 9 Greiðsluseðill
STAÐGR 10 Staðgreitt