Hoppa yfir í efnið

Álfurinn til að setja upp eMessaging

Þegar eMessaging lausnin er sett uppí fyrsta skipti, er best að fara í gegnum álfinn til að setja lausnina upp. Til að hefjast handa þarf fyrst að setja upp lausnina af AppSource. eMessaging lausnin er sett upp af Appsource með því að smella hér, það er þarf að setja upp Icelandic Localization ef nota á lausnina á Íslandi og er við það öll lausnin sett upp.

Myndband

Hér má sjá myndband með uppsetningunni

Keyra álfinn fyrir Centara eMessaging

Keyra álfinn fyrir Centara eMessaging

Best er að keyra álfinn fyrir Centara eMessaging. Hann kemur með sjálfgefnum stillingum keyrslur fyrir VSK Skema og VSK Kóta.

Ef álfur er keyrður aftur

Ef kerfið er ekki sett upp strax eftir að það var sótt af AppSource, er best að skipta um Hlutverk í kerfinu yfir í hlutverkið Centara skjöl. Útskýrt betur hér

Síða 1, algengar stillingar

Álfur fyrir Centara eMessaging Kerfið kemur sjálfvirkt með þeim stillingum sem mælt er að keyra kerfið með. Síða 1 er Almenn uppsetning á kerfinu til að stilla grunnvirkni þess. Hér er ekki verið ákveða skjalategundir eða annað tengt heldur eingöngu almennar stillingar.

Athugasemd fyrir ráðgjafa

Ráðgjafar sem tengjast við umhverfi viðskiptavina í gegnum Partner Center eru svokallaðar "Delegated Admins". Microsoft leyfir þeim ekki að keyra upp verkraðir. Þess vegna er ekki möguleiki að hafa hakað við Sækja skjöl sjálfkrafa og Senda Skjöl Sjálfkrafa ef að ráðgjafi keyrir upp álfinn. Það má klára uppsetninguna og svo fá notanda sem er með fullt leyfi til að keyra upp þessar verkraðir.!

Aðgerð Lýsing
Sækja skjöl sjálfkrafa Sækir í skjöl sjálfkrafa með verkröð frá Skeytamiðlara. Sjá athugasemd að ofan
Senda skjöl sjálfkrafa  Sendir skjöl sjálfkrafa með verkröð til Skeytamiðlara. Sjá athugasemd að ofan 
Auðkenni til að móttaka skjöl  Þegar fyrirtæki eru með mörg félög í BC og vilja eingöngu taka á móti ákveðnum auðkennum í þetta félag þá er þetta fyllt. Ef þetta er ekki fyllt út er allt sótt. Möguleiki er að setja og svo ,. Þannig mætti setja 0196:12345679,0088:56912345689. Auðkenni er hægt að fá uppgefið á þjónustuvef eða hjá Centara
Virkja ytri auðkenni Viðhengi taka plass í Business Central sem getur aukið kostnaðinn, möguleiki er að geyma öll viðhengi í Skeytamiðlara, þá er hakað hér
Nota kennitölu lánardr. sem Nr. Lánardr Ef aðili þegar stofnar lánardrottna notar Nr. Lánardrottins sem kennitölu þá er möguleiki að haka hér og Nr. Lánardrottins verður afritað yfir í kennitölu
Nota kennitölu fyrirtækis sem númer viðskiptamanns Ef aðili þegar stofnar viðskiptamenn notar Nr. Viðskiptamanns sem kennitölu þá er möguleiki að haka hér og Nr. Lánardrottins verður afritað yfir í kennitölu
Fylla út Yðar Tilvísun sjálfkrafa  Í nýjustu útgáfu BC er krafa að fylla út Tilvísun Yðar. Þessi valmöguleiki afritar Reiknings Nr yfir í Yðar Tilvísun til að flýta fyrir bókun reikninga.
Leita eftir vörunúmer seljanda Seljandi vara getur sent í reiknings vörunúmer sem seljandi tilgreinir sem sín. Ef félagið notar vörunúmer seljanda sem eigin vörunúmer, er möguleiki að stilla kerfið til að leita eftir vörunúmer seljanda í Nr vöru í stað Vörunúmer seljanda dálkinum í BC
Mynda PDF af söluskjali sem viðhengi Centara rukkar ekkert fyrir að senda viðhengi með PEPPOL reikningum eins og sumir skeytamiðlarar. Þegar rafrænn reikningur er myndaður þá er PDF skjal af söluskjali myndað og hengt við PEPPOL reikningin, það getur oft hjálpað móttakanda að skilja hvað var keypt
Sjálfgefin landakóti  Sum félög hafa ekki vanið sig á að fylla út landakóta þegar það er eigið land. Kerfið hjálpar þeim félögum með því að fylla út sjálfgefin landakóta í rafrænan reikning ef að landakóti er ekki gefinn upp. Þetta er yfirleitt landið sem félagið starfar í
Uppfærðu ISO-kóða og VSK-kerfi  Mörg félög hafa ekki sett inn rétta ISO kóða og VSK uppsetningu í Business Central. Þegar rafrænir reikningar eru sendir þarf að senda staðlaða kóða til að reikningarnir séu skildir. Þessi keyrsla uppfærir töflur í Business Central með sjálfgefnum gildum.
Fjárhagslykill afrúnnunar Oft getur myndast mismunur í bókun reikninga á milli kerfa, til dæmis vegna mismunandi stillingar með afrúnunu. Þegar eMessaging finnur þennan mun getur kerfið fært mismunin í nýja línu á innkaupasskjali. Lykilinn sem er notaður er uppgefin hér. Ef það er ekki vilji að mynda sér línu, skal skilja þetta eftir tómt.
Vörutilvísanir vöru  Fyrir sjálfvirka uppfléttingur á vörum á rafrænum reikningi. Hægt er að velja hvort að vörutilvísanir ( e. Item References ) , vörunúmer lánardr á vöru spjaldi eða bæði verði notað fyrir uppflettingu

Síða 2, stillingar reikninga

Síða 2

Á Síðu 2 í álfinum, þá er farið yfir stillingar

Aðgerð Lýsing
Sendir sölureikninga til Centara  Myndar rafræn skjöl við bókun reikninga og sendir rafræna reikninga áfram á skeytamiðlara.
Sendir sölukreditreikninga til Centara  Myndar rafræn skjöl við bókun kreditreikninga og sendir rafræna kreditreikninga áfram á skeytamiðlara
Senda söluskjöl í PEPPOL sjálfkrafa  Þessi valmöguleiki virkjar verkraðir í kerfinu, svo að rafrænir reikningar myndast sjálfkrafa og sendist yfir í skeytamiðlara.
Virkja verkröð fyrir bókhaldslykla  Sendir bókhaldslykla til Centara. Þetta er svo að lyklatréið sé líka til í skeytamiðlara svo möguleiki sé að mæla með bókhaldslyklum
Samstilla birgðir Í þeim tilfellum sem kerfið hefur verið tengt við vefverslun, svo sem Shopify og/eða WooCommerce má haka hér við til þess að sjálfvirkt uppfæra birgðir á milli kerfa.
Kóti birgðageymslu Eingöngu notað ef hakað er líka hér að ofan. Sendir birgðir af ákveðinni birgðageymslu til Centara, sem vefverslanir geta nýtt sér til að sýna réttar birgðir.

Síða 3, Skilríki

Ef álfur er keyrður aftur

Ef álfurinn hefur verið keyrður áður, eða skilríkið hefur verið komið fyrir á annan máta, birtist þessi gluggi ekki.

Álfur fyrir Centara eMessaging

eMessaging tengist við vefþjónustur Centara með skilríkjum. Notast er við mTLS auðkenningu sem er örugg leið til auðkenningar. Þegar lausnin er sett uppí fyrsta skipti er nauðsynlegt að setja skilríkið uppí lausninni.

Það má nálgast hjá starfsmönnum Centara eða á þjónustuvef Centara. Þjónustuvefur Centara gæti heitið öðrum nöfnum svo sem Skeytamiðlun Wise.

Ef það reynist nauðsynlegt er hægt að skipta út skilríkinu í Centara Uppsetning.

Síða 4, Lokið

Hér með hefur Centara kerfið verið sett upp. Hægt er að ganga í skugga um aðrar stillingar í kerfinu og er það útskýrt eftir þennan kafla.

Centara samþykkjandi

Uppsetningarhlutverk

Hlutverk Þegar verið að setja upp kerfið í fyrsta skipti, að ef það sé ekki verið að vinna með AppSource uppsetningu er best að hefja vinnuna sína í Centara skjöl

Ítarlegar stillingar

eMessaging heldur utan um grunnstillingar sínar eigin í kringum Centara uppsetning, það eru stillingar sem snúa að tengjast að vefþjónustu kerfsins og sérstakar stillingar.

Ennfremur framlengir eMessaging lausnin Sölugrunn, Innkaupagrunn stillingar síðunar til að halda utan um stillingar sem tengjast rafrænum reikningum og samþykktum.

Nokkrar aðrar síður eru líkar framlengdar eins og til dæmis Bankasamskipta síðunar sem eru framlengdar til þess að halda utan um stillingar.

eMessaging reynir samt almennt að vinna ofan á grunni kerfsins.

9. Sölugrunnur

Hér er gott að fara yfir allar stillingar

  1. Senda skjöl til Centara
  2. Virkja rafræn skjöl - Virkjar verkflæðið fyrir rafræn skjöl
  3. EndpointID fyrir Peppol sé Kennitala fyrir íslensk fyrirtæki
  4. Gerð rafræns móttakanda
  5. Hvort eigi að senda tölvupóst ef skjal fellur á sannreyningu, þá þarf að vera PDF af sölureikning sem viðhengi.
  6. Alltaf uppfæra víddir - ef vídd er á línu í rafrænu skjali þá yfirskrifar það sjálfgefna víddir fyrir fjárhagslykil/vöru
  7. Ítarlegri peppol reglur - þá sannreynum við skjal áður en það bókast svo hægt sé að laga reikning áður en hann sendur.

Sölugrunnur

10. Innkaupagrunnur

Hér er gott að fara yfir hluti sem tengjast móttöku rafrænna reikninga.

  1. Fjárhagslykill afrúnunar.
  2. Fá rafrænt skjal til - Innkaupareikningar eða innkaupapantanir
  3. Birta PDF í innkaupum - Birtir PDF skoðara á innkaupaskjölum
  4. Senda pantanir strax - Sendir pantanir strax og bíður ekki eftir verkröðinni til að senda.
  5. Stofna bókunarstýringu sjálfkrafa - Þegar verið er að stýra línum í Rafræn skjöl á innleið þá stofnast bókunarstýring sjálfkrafa og uppfærist ef það er verið að breyta
  6. Nota mælieiningarkóða frá vörutilvísun - yfirskrifar mælieiningu sem kom með rafræna reikningnum.
  7. Sýna afslátt í línum - Segir til um hvort eigi að senda afsláttar% yfir í innkaup. Hægt að velja hvort það sé sent fyrir allt, bara vöru, bara fjárhagsfærslur.
  8. Stemma innkaupaskjal við rafrænt skjal- Leyfir ekki bókun nema innkaupaskjal og rafrænt skjal stemmi nákvæmlega í heildarupphæð.
  9. Sleppa mælieiningum fyrir fjárhagslínur.
  10. Purchaser og Sales Person code eru sjálfgefnar víddir sem fara á bæði haus og línur innlesinna reikninga.Þær stýringar sem hafa víddir hafa forgang yfir sjálfgefnar víddir
  11. Virkja Centara samþykkt - virkjar viðbótarvirkni við samþykktarkerfi Business central og kveikir á verkflæði
  12. Senda öll skjöl í samþykkt - Senda öll skjöl beint í samþykkt við stofnun
  13. Ekki senda skjöl í samþykkt - Skjöl fara ekki samþykkt heldur stoppa í innkaupareikningum þar sem hægt er aðvinna þau betur. Þarf svo að senda þau í samþykkt handvirkt.
  14. Sjálfgefinn samþykkjandi - Sniðmát og stýringar hafa forgang yfir sjálfgefinn samþykkjanda
  15. Innkaupalínur í samþykkt - Notast við línusamþykkt
  16. Bóka sjálfkrafa samþykkta reikninga
  17. Má breyta innkaupalínu - Leyfir notanda að breyta innkaupalínum sem eru með stöðuna "Í samþykkt"

Innkaupagrunnur

11. Verkflæði

Athuga hvort verkflæði séu ekki uppsett og virk

  • Send to Courier - Verkflæði til að senda skjöl til Centara
  • Four Eyes approvals - Tvöföld samþykkt
  • Purchase Document Line Approvals - Línusamþykkt

Verkflæði

12. Forstilling skjalasendinga

Ef COURIERPEPPOL er með hakað í sjálfgildi þá er það sjálfgefna forstilling skjalasendinga. Það þyðir að forstilling skjalasending á viðskiptamönnum eða lánardr. getur verið tómt og þá er notast við COURIERPEPPOL.

Fínt að fara yfir sendingarvalkosti og hvort þeir stemmi ekki við myndina.

Forstilling skjalasendinga

15. Verkraðir

Hér er gott að staðfest að verkraðir séu uppsettar og með stöðuna "Tilbúið"

Centara eMessaging notar eftirfarandi verkraðir

  • Codeunit 10058490 - RSMBAS MSG Job Queue Handler
    • Sækir og sendir skjöl
    • Fínt að stilla hana á að hún keyri á 5 mín fresti
  • Codeunit 10058621 - RSMSTA Update E-doc status
    • Uppfærir stöðu á sendum skjölum
    • Fínt að stilla hana á að keyra á 10-15 mín fresti.

Hér þarf notandi að setja verkröð í gang, Admins geta ekki sett verkraðir í gang.

Hinsvegar geta Admins notast við "Keyra einu sinni (forgrunnur)" til að prófa verkraðir.

Verkraðir

16. Mælieiningar

Hér þarf að fara yfir alþjóðlegur staðlakóði fyrir mælieiningar

Myndin sýnir dæmigerða uppsetningu fyrir algengar mælieiningar en svo má finna alla alþjóðlega staðlakóða sem PEPPOL samþykkir á eftirfarandi slóð

https://docs.peppol.eu/poacc/billing/3.0/codelist/UNECERec20/

Mælieiningar