Hlutverk ( Role )¶
Business Central byggir uppá því að vera með svo kölluð Hlutverk, þessi hlutverk eru gátt notanda inní kerfið.
Möguleiki er að fá þjónustuaðila kerfsins til þess að sérsníða þessi Hlutverk og er eMessaging með ákveðna "Parta" til þess að hjálpa við þetta.
Kerfið inniheldur flekana á
- Viðskiptastjóri
- eMessaging Skjöl
Skjákskotin eru úr eMessaging skjöl(eldri útgáfur Courier skjöl) enn þetta ætti að vera sambærilegt í öðrum hlutverkum.
Flekarnir eru notaðir til þess að sýna stöðuna og flýta leið bókara inní kerfið.
Á innleið flekinn¶
Hér er unnið með skjöl í gegnum ferilinn.
Tilbúið til vinnslu¶
Hér eru skjöl sem hafa borist frá skeytamiðlara enn hafa ekki verið unninn inní kerfið. Þetta eru skjöl sem eru ekki með stýringar til að ganga frá skjalinu og á þess vegna eftir að vinna til þess að það sé hægt að ganga frá þeim.
Í ferli¶
Hér eru skjöl sem hafa verið unninn í kerfinu, enn hafa ekki verið bókuð. Hér eru bæði reikningar sem bíða samþykktar eða bíða bókunar
Meðhöndluð¶
Hér er skjöl sem hafa verið gengið frá alla leið.
Innkaupareikningar¶
Flekinn Innkaupareikningar sýnir bæði Innkaupapantanir og Innkaupareikningar sem eru á innleið.
Opið¶
Hér eru innkaupaskjöl sem bíða bókunar. Þetta eru skjöl sem notandinn hefur aðgang að.
Bíður samþykkis¶
Hér eru innkaupaskjöl sem bíða samþykkis í samþykktarkerfinu í BC.
Mínar samþykktarbeiðnir¶
Hér eru samþykktarskjöl sem bíða samþykkis notandans sem er skráður inni.
Útgefin¶
Innkaupaskjöl sem hafa verið gefin út.
Valmyndir¶
Með því að opna almenna valmynd í hlutverkinu, má sjá allar þær valmyndir sem eru í hlutverkinu
Hlutverkið inniheldur einnig helstu flýtileiðir í innkaupa og söluskjöl sem að gögnin enda í. Ásamt uppsetningu í eMessaging