Hoppa yfir í efnið

Centara Skjöl

Þetta hlutverk er hannað fyrir þá sem vinna með móttöku rafrænna reikninga. Hvert hlutverk er með ákveðna hópa sem svo innihalda flísar. Hóparnir í Centara Skjöl eru helst Centara skjöl og svo Skjöl í Samþykkt

Myndband

Við förum aðeins yfir hvernig hlutverkið virkar í þessu myndbandi hér.

Centara skjöl hópurinn

Hlutverk

Centara skjöl hópurinn skiptist í undirhópana Á innleið

Á innleið

Flísar heiti Lýsing
Tilbúin fyrir vinnslu Í þessari flís eru þau skjöl, sem er komin inní pósthólf aðila, enn hafa ekki verið send til bókunar eða samþykktar. Hér vinnur bakvinnsluaðili að koma gögnum áfram. Innkaupaskjöl hafa ekki verið mynduð
Í ferli  Í þessari flís eru þau skjöl, sem eru annað hvort að bíða eftir því samþykkt, bíða bókunar eða í tilfelli pantana, bíða eftir afgreiðslu
 Á bið Í kerfinu er boðið uppá að færa ákveðin skjöl yfir Á bið, þá er hægt að ganga frá skjalinu seinna, enn það er ekki lengur fyrir á meðan það er verið að vinna í skjalinu
 Meðhöndlað Öll skjöl í kerfinu enda í þessar flís, þar sem má sjá heildaryfirlit yfir skjöl

Innkaupareikningar

Kerfið myndar yfirleitt Innkaupapantanir eða Innkaupareikninga úr rafrænum skjöl. Með viðbót við Wise uppáskriftarkerfið má líka mynda uppáskriftarreikninga. Það verður ekki fjallað um það hér.

Stöður

Stöður í kerfinu flakka á milli staðna. Þetta eru stöður sem skilgreinar í Business Central kerfinu og haldast óbreyttar af eMessaging viðbótinni.

Opið er skjal sem er möguleiki að breyta ennþá og hvorki bókað né í samþþykt.

Bíður samþykktar er skjal sem bíður samþykktar hjá samþykkjanda. Ekki er möguleiki að vinna með skjalið.

Útgefið er skjal sem er annað hvort búið að vinna eða að samþykkja. Ef það þarf að vinna birgðir, þá myndast móttöku í þessari stöðu enn skjalið er ekki bókað. Hér á eftir að bóka skjalið.

Flísar heiti Lýsing
Opna pantanir  Í þessari flís eru allar opnar innkaupapantanir sem á eftir að vinna, ef það sé verið að vinna með Innkaupapantanir
Opna reikninga Í þessari flís eru allir opnir innkaupareikninga sem á eftir að vinna, ef það sé verið að vinna með Innkaupareikninga.
Opna kreditreikninga Í þessari flís eru allir opnir kreditreikningar sem á eftir að vinna.
Bíður samþykkis Í þessari flís eru allir innkaupareikninga og pantanir sem bíða samþykktar.
Mínar samþykktabeiðnir  Í þessari flís eru þær samþykktarbeiðnir, sem bíða samþykktar hjá mér.