Uppsetning á Sölugrunni¶
Í gegnum uppsetningu á sölugrunni er mjög einfalt að stilla kerfið.
Rafræn skjöl uppsetning¶
Sendir sölureikninga til Centara¶
Ef virkjað þá er hægt að senda bókaða sölureikninga til skeytamiðlara sem rafrænn reikningur. En bara þeir reikningar sem notast við sjálfgefna stillingu í forstilling skjalasendinga. Þeir reikningar sem hafa aðra forstillingu sendast samkvæmt henni.
Einnig virkjast aðgerð í lista yfir bókaða sölureikninga svo hægt sé að senda þá handvirkt.
Sendir sölukreditreikninga til Centara¶
Ef virkjað þá er hægt að senda bókaða sölukreditreikningar til Wise Courier skeytamiðlara sem rafrænn kreditreikningar. En bara þeir kreditreikningar sem notast við sjálfgefna stillingu í forstilling skjalasendinga. Þeir reikningar sem hafa aðra forstillingu sendast samkvæmt henni. Einnig virkjast aðgerð í lista yfir bókaða sölukreditreikninga svo hægt sé að senda þá handvirkt.
Virkja rafræn skjöl¶
Virkjar verkflæði fyrir söluskjöl svo þau sendist sjálfkrafa til Wise Courier skeytamiðlara. Þessi virkni byggir ofan á e-documents frá Microsoft og stillir CourierPeppol sem sjálfgefna forstillingu skjalasendinga. Ekki þarf þá að stilla hvern og einn viðskiptamann/lánardr. til að nota forstillinguna.
Sýna fleiri svæði¶
Ef virkjað þá mun síðan "Rafræn skjöl á innleið" sýna fleiri reiti fyrir línur.
Bætt verður við reitunum
- Skattflokkur
- Afsláttar %
- Afsláttar upphæð
- Einingarverð
- Grunnmælieining
Uppfæra allar sölulínur rafrænna skjala¶
Ef bókunarstýring fyrir linu er breytt þá segir þessi möguleiki til um hvort eigi að uppfæra allar línur í reikningum sem á eftir að senda til bókunar. Mælt er að með að hafa þetta kveikt og breyta svo upplýsingum í línunni sjálfri ef þetta er breyting sem á bara að gerast einu sinni.
EndpointID fyrir Peppol Skjöl¶
Segir til um kenni viðskiptavinar og lánardr. fyrir PEPPOL skjöl. Fyrir íslensk fyrirtæki þá er kennitalan kennið þeirra í PEPPOL og mælt með að hafa Kennitala fyrirtækis valið ef meirihluti af reikningum/pöntunum er að fara á íslensk fyrirtæki. Hægt er að virkja "Nota Öll kenni viðskiptam/lánardr" í Centara uppsetning með þessu en þá er leitað að GLN og VSK númeri fyrst áður en Kennitala er notuð.
Ef verið er að senda reikninga til erlenda félaga skjal virkja "Nota öll kenni viðskiptam/lánardr" í Centara Uppsetning
Gerð rafræns móttakanda¶
Hér er hægt að velja Selt Til, Reikningsfærist og svo Bæði. Valmöguleikinn stýrir því hvaða aðili fær rafræna skjalið. Þannig má ímynda sér að ef verið að senda á Búð X enn reikningsfæra á Höfuðstöðvar Y, að það sé vilji að rafræna skjalið fari á Höfuðstöðvar þá er valið Reikningsfærist til.
Senda tölvupóst ef skjal fellur á sannreyning¶
Hér er hægt að setja stillingu fyrir skeytamiðlara sem veldur því að skjöl eru send með tölvupósti ef þau falla á sannreyningu. Þannig að ef skjalið er "ógilt" ( stenst ekki PEPPOL reglur ) þá er skjalð samt sent á tölvupósti
Nota kennitölu sem viðskiptam. Nr.¶
Ef þessi valmöguleiki er valinn, þá er kennitölu reitur ( eða kenni ) notað sem viðskiptam. Nr þegar stofnaður er viðskiptamaður beint úr eMessaging viðbótinni
Nota öll kenni viðskiptam/lánardr.¶
Þegar það er verið að senda PEPPOL reikninga erlendis, er nauðsynlegt að nota önnur kenni eins og til dæmis danska kennitölu. Ennfremur getur verið ef það sé verið að senda innanlands re Ef virkjað þá sendast öll skjöl til skeytamiðlara með aðgerðinni "Bóka" eða "Bóka og Senda", Ef þessi möguleiki er ekki valinn þá fara bara þau skjöl sjálfkrafa sem eru bókuð með aðgerðinni "Bóka og senda"
Rafræn sölu skjöl
Rafræn sölu skjöl¶
Mynda sölupöntun sjálfkrafa útfrá pöntun¶
Myndar sölupöntun sjálfkrafa útfrá móttekinni pöntun ef allar upplýsingar eru til staðar til að mynda sölupöntun. Ef eitthvað vantar uppá þá mun pöntunin sitja eftir í "Rafræn skjöl til móttöku" og þarfnast frekari meðhöndlunar áður en hægt er að mynda sölupöntun útfrá henni.
Bóka sölupantanir sjálfkrafa
Sölupantanir eru bókaðar sjálfkrafa. Þessi möguleiki er mest notaður þegar fyrirtækið er að taka við pöntunum frá ytri vef t.d. og allar upplýsingar koma réttar og þurfa ekki frekar meðhöndlun. Einnig bókast bara skjöl þar sem upphæð á sölupöntun stemmir við upphæð rafrænnar pöntunar.
Alltaf bóka sjálfkrafa
Þessi möguleiki gerir fyrirtæki kleift að bóka sölupantanir sjálfkrafa þótt upphæð á sölupöntun og rafrænni pöntun stemma ekki. Mælt er með að stilla þá "Mismunur upphæðar" í annað en 0.
Mismunur upphæðar
Þetta er sú upphæð sem má mest muna á milli sölupöntunar og rafrænnar pöntunar svo hún sé bókuð sjálfkrafa. Mælt með að stilla þessa upphæð ef "Alltaf bókast sjálfkrafa" er virkjað.
Fylla sjálfkrafa út Yðar tilvísun
Business central setur sem skilyrði við bókun að Yðar Tilvísun sé útfyllt. Ef virkjað þá er athugað hvort Yðar tilvísun sé útfyllt á söluskjölum og ef ekki þá er nr söluskjals sett sem Yðar tilvísun.
Mynda PDF af söluskjali sem viðhengi.
Myndar PDF af sölureikning sem er uppsettur í skýrsluval og sendir með sem viðhengi við rafræna reikninginn. Ef hakað er í "Senda tölvupóst ef skjal fellur á sannreyningu" í Courier Uppsetning þá mun PDF viðhengið verða sent í tölvupóst á tölvupóstfang sem skilgreint er á viðskiptamanni/lánardr.
Nota Wise Peppol Sannreyningu
Ef valið þá mun kerfið sannreyna ákveðna hluti af skjali við bókun. Ef eitthvað vantar þá er bókun stoppuð svo hægt sé að laga og koma í veg fyrir að skjalið falli á sannreyningu hjá skeytamiðlara.
Nota reikningsfærist á upplýsingar af viðskiptamannaspjaldi
Þessi möguleiki sækir þá reiknisfærist á upplýsingar af viðskiptamannaspjaldinu í stað þess að nota upplýsingarnar af bókaða sölureikningnum.
Svæði fyrir bókunartilvísun
Tilgreinir hvaða svæði úr haus sölureiknings á að nota sem bókunartilvísun á rafrænum reikning.
Alltaf uppfæra víddir
Ef fjárhagslykill eða vara hefur sjálfgefnar víddir þá eru eru þær víddir notaðar. Með að virkja þennan möguleika þá eru þær víddir yfirskrifaðar með víddum í bókunarstýringu. Eingöngu fyrir sölupantanir.