Centara grunnur

Auðkenni fyrir móttöku

Þetta er auðkenni sem er notað þegar skjöl eru sótt frá Courier skeytamiðlara

Yfirskrifa auðkenni sendra skilaboða

Ef gildi er sett inn þá er auðkenni sendanda yfirskrifað með þessu gildi.

Skilríki

Ef hakið er á þá eru skilríki uppsett til að geta sent og móttekið skjöl frá Skeytamiðlara. Skírteini er hægt að setja upp í álfi og einnig í gegnum Aðgerðir-Hlaða upp skírteini

Sækja skjöl sjálfkrafa

Ef valið þá mun stofnast verkröð sem sækir skilaboð sjálfkrafa frá skeytamiðlara. Notandi verður að virkja verkröðina sjálfur undir Verkraðafærslur.

Senda skjöl sjálfkrafa

Ef valið þá mun stofnast verkröð sem sendir skilaboð sjálfkrafa til skeytamiðlara. Notandi verður að virkja verkröðina sjálfur undir Verkraðafærslur.

Vefþjónustuslóð

Slóð fyrir vefþjónustu til að sækja og senda skjöl frá skeytamiðlara. Sjálfgefin slóð er https://mtls.centara.com/api/document/eBC/

Móttaka skilaboð

Ef virkjað þá stofnast Vefþjónusta innan Business central sem getur tekið við skjölum frá skeytamiðlara frekar en að láta verkröð um að sækja þau. SKeytamiðlari mun þá senda skeytin þegar þau berast beint inní Business central.

Eyða skilaboðum eftir sendingu

Ef virkjað þá mun kerfið eyða skilaboðum úr Courier Skilaboð þegar þau hafa verið send.

Gerð móttakanda

Segir til um hvort eigi að senda reikning á Selt-Til eða Reikningsfærist á sölureikning.

Hámark sendinga

Segir til um hversu oft á að reyna að senda skilaboð ef ekki næst samband við vefþjónustu.

Senda tölvupóst ef skjal fellur á sannreyningu

Ef skjal fellur á Peppol sannreyning þá mun Wise Courier senda PDF af skjalinu til móttakanda. Fyrir þessa virkni þá þarf að virkja "Mynda söluskjal í uppsetning sölugrunns að vera virkjað. Einnig þarf tölvupóstfang fyrir viðskiptavin að vera útfyllt.

Virkja ytri viðhengi

Ef valið þá eru öll viðhengi úr "Document Attachment" töflunni færð yfir í utanaðkomandi geymslu(Azure storage) í stað að geyma þau í Business central. Hægt er að keyra öll viðhengi yfir í utanaðkomandi geymslu í Aðgerðir-Færa öll skjalaviðhengi í Courier

Nota skráningarnúmer sem Lánardr. Nr.

Þegar lánardr. er stofnaður útfrá rafrænu skjali þá er skráningarnúmer eins og það kemur fyrir á rafræna skjalinu notað sem lánardr. Nr.

Nota skráningarnúmer sem viðskiptam. Nr.

Þegar viðskiptamanna Nr. er stofnaður útfrá rafrænu skjali þá er skráningarnúmer eins og það kemur fyrir á rafræna skjalinu notað sem viðskiptam. Nr.

Vefþjónustuslóð til að mynda pdf

Slóð sem er notuð til að mynda PDF sem er birt í "Rafræn skjöl á innleið" og innkaupa síðum. Sjálfgefin slóð er : https://api.centara.com/peppol/

Stærð PDF skoðara

Segir til um hversu stór PDF skoðari er.

Tungumál PDF skoðara

Hægt að velja tungumál PDF skoðara fyrir rafræn skjöl.

Nota öll kenni viðskiptam/Lánardr.

Ef viðskiptavinur eða lánardr. er Íslenskur þá er einungis notuð kennitala í rafrænum skjölum. Með að haka í möguleikann þá mun kerfið einnig leita eftir GLN og VSK númeri áður en kennitala er notuð fyrir íslenska viðskiptavini og lánardr.

Fylla sjálfkrafa út kennitölu

Þegar lánardr. eða viðskiptamðaur er stofnaðu þá er athugað hvort númer sé kennitala og sjálfkrafa sett í kennitölureit ef hægt.

Sannreyna kennitölu

Sannreyna að kennitala séu 10 stafir fyrir íslenska viðskiptamenn og lánardr.

Leita eftir vörunúmer seljanda

Ef virkjað þá er vörunúmer seljanda notað til að leita að vöru með sama vörunúmer í Business Central. Notist aðeins ef vörunúmer í Business central og vörunúmer seljanda séu þau sömu.

Sjálfgefinn landakóti

Ef landakóta vantar á Lánardr. eða viðskiptamenn þá er valinn landakóti notaður.

Samstilla vörubirgðir

Courier getur samstillt birgðir við Shopify og WooCommerce í gegnum tengla. Hér það valið og svo hvaða birgðir á að nota.

Kóti birgðageymslu

Birgðageymsla sem á að nota við samstillingu birgða.

Nota gjaldmiðil af skjali

Ef virkjað þá er gjaldmiðilskóti af rafrænu skjali alltaf settur inná sölupöntun/innkaupaskjal þótt gjaldmiðill sé sá sami og er uppsettur í Fjárhagsgrunni.