Hoppa yfir í efnið

Uppsetning á Sölugrunni

eMessaging framlengir Business Central launsina frá Microsoft sem heitir e-Invoicing.

Til þess að styðja vel við kerfið bætir eMessaging við eftirfarandi hlutum inní Sölugrunn

  • Rafræn skjöl uppsetning
  • Rafræn sölu skjöl
  • Rafrænar sölu pantanir
  • Samanburður við rafrænt skjal

Gott að athuga

Þegar ráðgjafar eða einstaklingar sem vilja setja kerfið upp vilja fara og staðfesta stillingar er ágætt að renna yfir eftirfarandi hluti

  1. Senda skjöl til Centara
  2. Virkja rafræn skjöl - Virkjar verkflæðið fyrir rafræn skjöl
  3. EndpointID fyrir Peppol sé Kennitala fyrir íslensk fyrirtæki
  4. Gerð rafræns móttakanda
  5. Hvort eigi að senda tölvupóst ef skjal fellur á sannreyningu, þá þarf að vera PDF af sölureikning sem viðhengi.
  6. Alltaf uppfæra víddir - ef vídd er á línu í rafrænu skjali þá yfirskrifar það sjálfgefna víddir fyrir fjárhagslykil/vöru
  7. Ítarlegri peppol reglur - þá sannreynum við skjal áður en það bókast svo hægt sé að laga reikning áður en hann sendur.

Rafræn skjöl uppsetning

Sölugrunnur

Í gegnum uppsetningu á sölugrunni er mjög einfalt að stilla kerfið.

Rafræn skjöl uppsetning er almenn uppsetning

Aðgerð Lýsing
 Sendir sölureikninga til Centara Sendir sölureikninga til Centara með því að kveikja á flæðinu
Sendir sölukreditreikninga til Centara Sendir sölukreditreikninga til Centara með því að kveikja á flæðinu
Virkjar rafræn skjöl Kveikir á verkflæðinu til að senda rafræn skjöl
Sýna fleiri svæði Þegar verið er að vinna með innkomandi skjöl er hægt að fá fleiri svæði sýnd
* Skattflokkur
* Afsláttar %
* Afsláttar upphæð
* Einingarverð
* Grunnmælieining  
Uppfæra allar sölulínur rafrænna skjala Þegar bókunarstýring er stofnuð, er hægt að fá kerfið til þess að kíkja yfir allar aðrar línur á reikningi og uppfæra þær
 EndpointID fyrir PEPPOL  Ef það er verið að nota fyrir skal setja Kennitölu fyrirtækis
Gerð rafræns móttakanda  Þegar reikningur er myndaður, er hægt að afhenda hann annað hvort til "Reikningsfærist" eða "Selt-Til" viðskiptamanns. Þetta skiptir máli ef að Selt-To og Reikningsfærist er sitthvor aðilinn. Ennfremur er hægt að velja Bæði enn þá eru sendu tvö PEPPOL skeyti
Senda tölvupóst ef skjal fellur á sannreyningu  Ef að skjalið fellur á sannreyningu í skeytamiðlara, er ekki mögulegt að afhenda skeytið áfram. Hins vegar er möguleiki að senda PDFið áfram í gegnum tölvupóst.
Senda tölvupóst ef skjal fellur á sannreyningu  Ef virkjað, ef að viðskiptamaður er stofnaður þar sem að kennitala er Nr. viðskiptamanns þá er Kennitalan sem er í Nr, afrituð yfir í Kennitala fyrirtækis reitinn
Nota öll kenni viðskiptam/lánardr. Ef viðskiptavinur eða lánardr. er Íslenskur þá er einungis notuð kennitala í rafrænum skjölum. Með að haka í möguleikann þá mun kerfið einnig leita eftir GLN og VSK númeri áður en kennitala er notuð fyrir íslenska viðskiptavini og lánardr.

Rafræn sölu skjöl

Rafræn sölu skjöl

Mynda sölupöntun sjálfkrafa útfrá pöntun

Myndar sölupöntun sjálfkrafa útfrá móttekinni pöntun ef allar upplýsingar eru til staðar til að mynda sölupöntun. Ef eitthvað vantar uppá þá mun pöntunin sitja eftir í "Rafræn skjöl til móttöku" og þarfnast frekari meðhöndlunar áður en hægt er að mynda sölupöntun útfrá henni.

Bóka sölupantanir sjálfkrafa

Sölupantanir eru bókaðar sjálfkrafa. Þessi möguleiki er mest notaður þegar fyrirtækið er að taka við pöntunum frá ytri vef t.d. og allar upplýsingar koma réttar og þurfa ekki frekar meðhöndlun. Einnig bókast bara skjöl þar sem upphæð á sölupöntun stemmir við upphæð rafrænnar pöntunar.

Alltaf bóka sjálfkrafa

Þessi möguleiki gerir fyrirtæki kleift að bóka sölupantanir sjálfkrafa þótt upphæð á sölupöntun og rafrænni pöntun stemma ekki. Mælt er með að stilla þá "Mismunur upphæðar" í annað en 0.

Mismunur upphæðar

Þetta er sú upphæð sem má mest muna á milli sölupöntunar og rafrænnar pöntunar svo hún sé bókuð sjálfkrafa. Mælt með að stilla þessa upphæð ef "Alltaf bókast sjálfkrafa" er virkjað.

Fylla sjálfkrafa út Yðar tilvísun

Business central setur sem skilyrði við bókun að Yðar Tilvísun sé útfyllt. Ef virkjað þá er athugað hvort Yðar tilvísun sé útfyllt á söluskjölum og ef ekki þá er nr söluskjals sett sem Yðar tilvísun.

Mynda PDF af söluskjali sem viðhengi.

Myndar PDF af sölureikning sem er uppsettur í skýrsluval og sendir með sem viðhengi við rafræna reikninginn. Ef hakað er í "Senda tölvupóst ef skjal fellur á sannreyningu" í Courier Uppsetning þá mun PDF viðhengið verða sent í tölvupóst á tölvupóstfang sem skilgreint er á viðskiptamanni/lánardr.

Nota Wise Peppol Sannreyningu

Ef valið þá mun kerfið sannreyna ákveðna hluti af skjali við bókun. Ef eitthvað vantar þá er bókun stoppuð svo hægt sé að laga og koma í veg fyrir að skjalið falli á sannreyningu hjá skeytamiðlara.

Nota reikningsfærist á upplýsingar af viðskiptamannaspjaldi

Þessi möguleiki sækir þá reiknisfærist á upplýsingar af viðskiptamannaspjaldinu í stað þess að nota upplýsingarnar af bókaða sölureikningnum.

Svæði fyrir bókunartilvísun

Tilgreinir hvaða svæði úr haus sölureiknings á að nota sem bókunartilvísun á rafrænum reikning.

Alltaf uppfæra víddir

Ef fjárhagslykill eða vara hefur sjálfgefnar víddir þá eru eru þær víddir notaðar. Með að virkja þennan möguleika þá eru þær víddir yfirskrifaðar með víddum í bókunarstýringu. Eingöngu fyrir sölupantanir.

Rafrænar sölu pantanir

Rafrænar sölu pantanir

Samanburður við rafrænt skjal

Samanburður við rafrænt skjal